Duran Duran, Deep Jimi og Prikið

Hæ, hæ,

Átti hreint frábært kvöld í gær. Fór á tónleika með þeirri eðalsveit Duran Duran og ég verð nú bara að segja það að þeir voru hreint út sagt frábærir. Eins og gott rauðvín þá verða þeir bara betri með aldrinum. Simon karlinn er líklega bara betri söngvari í dag en í den. Ég ætla samt að leyfa harðar Duran aðdáendum að dæma um það.
Ég var alla vegana himinlifandi. Duran tók Ordinary world alveg snilldarlega. Frábærlega heppnað og hefði verið ljúft að eiga þá útgáfu. Ég fór með Ragga og Mundu og svo Guðnýju og hennar manni, Hjörvari. Allir kátir.
En það var ekki búið ó nei. Ég fór svo á Grand Rokk og þar voru ekki síðri guttar að spila: Deep Jimi and the Zep Cream, eða Siggi Eyberg, Þór, Júlli og Björn. Þeir voru magnaðir og spiluðu hrikalega þétt undir lokin. Ég var í himnasælu eftir þetta allt saman og ekki farinn að drekka einu sinni :). virkilega gaman. Hitti gamalt og gott lið úr Keflavík. En ekki var nú kvöldinu lokið ónei. Á Grand Rokk hitti ég einskæran vin minn hann Óskar. Eðalpiltur þrátt fyrir að hafa tengsl við Grindavík... hmm já... Við skelltum okkur á Prikið á Laugarveginum. Þar hófst smá drykkja og við Óskar nutum okkur vel þarna. Virkilega gaman. Staðnum var lokað rúmlega eitt og þá var flestum komið út nema örfáir útvaldir og þar sem ég var nú með Óskari, sem er freaquent flyer á Prikinu, þá fékk ég að vera. Við duttum svo í það með barþjónunum og spiluðum fullt af tónlist. Kelis "Milk Shake" var mikið spilað. Klukkan rúmlega 3 fór ég heim með leigubíl, en sofnaði ekki fyrr en klukkann 5. Vaknaði svo klukkan 7 og fór í vinnuna. Ég var frekar framlár.

Núna sit ég og horfi á restina af tónleikum með Robbie Williams á skjánum. Hann er nú bara alveg ágætur. Á morgun ætla ég svo í sund með Matthías, kíkja á laugarveginn og svo til Ellenar. Allir ættu að eiga svona góða systur eins og ég á.

jamm, meira var það nú ekki. Ég vil endilega biðja lesendur um að láta heyra í sér. Þakka þeim sem hafa sent inn "komment".

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Helgi sagði…
Var hérna. Helgi.
Nafnlaus sagði…
Fórstu á Grand Rokk án mín???!!!!!!!!!!
Rúnaútundan

Vinsælar færslur